Leikmenn Tottenham ætla að endurgreiða þeim stuðningsmönnum sínum sem lögðu leið sína á leikinn gegn Newcastle um helgina.
Eins og frægt er orðið vann Newcastle leikinn 6-1 og urðu leikmenn Tottenham sér til skammar.
„Sem hópur skiljum við pirring ykkar og reiði. Þetta var ekki nógu gott,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leikmanna.
„Við vitum að orð eru ekki nóg í svona stöðu en trúið því að svona tap er sárt. Við þökkum stuðnings ykkar, heima og úti, og með það í huga viljum við endurgreiða ykkur miðana á leikinn á St. James’ Park.
Við vitum að þetta breytir ekki því sem gerðist á sunnudag og við munum gefa allt til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudag. Þar mun stuðningur ykkar skipta okkur ölli máli. Saman – og aðeins saman – getum við bætt okkur.“
Tottenham tekur á móti Manchester United klukkan 19:15 á fimmtudagskvöld. Liðin eru í baráttu um Meistaradeildarsæti.