fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hætti með kærastanum eftir að hann greindist með krabbamein – Hraunað yfir hana af netverjum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danielle Epstein hefur mátt sæta mikilli gagnrýni eftir að hún tilkynnti að hún hygðist hlaupa í London maraþoninu síðustu helgi og safna um leið peningum til krabbameinsrannsókna í nafni fyrrum kærasta síns, Jesse Fresen, sem glímir við krabbamein.

Það er þó ekki hlaupið eða söfnunin sem veldur því að Epstein fær á sig gagnrýni, heldur það að hún yfirgaf kærastann eftir að hann greindist og sagði að veikindi hans hefðu áhrif á andlega heilsu sína.

Fresen, sem er 37 ára, var greindur með sjaldgæfa og ágenga tegund af krabbameini, heilaæxli (e. grade 4 medulloblastoma), í september 2022. Hann gekkst undir aðgerð og þurfti að læra að ganga upp á nýtt. Hann fór einnig í sex vikna geislameðferð og sér síðan fram á níu mánaða lyfjameðferð.

Epstein segir að allt hafi þetta haft áhrif á andlega heilsu hennar og hún hafi verið farin að fá kvíðaköst. Hún segir að hún hafi hætt með Fresen ekki bara af því veikindi hans voru skaðleg hennar andlegu heilsu heldur líka af því að ástand hennar hafi ekki verið að hjálpa honum í bata hans.

Eftir að hún hætti með Fresen tilkynnti hún síðan að hún myndi hlaupa í London-maraþoninu í hans nafni og til að safna peningum til rannsókna á heilaæxlum. Tilkynningin féll ekki í kramið hjá mörgum og netverjar höfðu sitt að segja.

„Hvernig á að vera einhleyp að eilífu, sagan mín, eftir Danielle Epstein“ sagði ein kona á Twitter.

Epstein, sem er 32 ára efnafræðikennari, ræddi við fjölmiðla og útskýrði sína hlið og af hverju hún hefði dömpað Fresen. Segir hún að þrátt fyrir að henni hafi fundist hún vera ömurlegasta manneskja í heimi fyrir að yfirgefa einhvern í krabbameinsveikindum þá hafi ástandið ekki verið að hjálpa honum.

Segir hún að hún hafi stöðugt verið með áhyggjur og miður sín vegna veikinda Fresen, hún hafi einnig átt erfitt með svefn og að borða. Hún hafi fengið ítrekuð kvíðaköst og þurft að fá lyf. Segist hún einfaldlega ekki hafa verið í eðlilegu ástandi lengur. Hún elski samt Fresen ennþá og vilji styðja hann. Hún hafi þó áttað sig á að hún gæti ekki verið lengur með honum sem kærasta hans.

Einn netverji gekk svo langt að spyrja hvor Epstein væri verri, Danielle eða kynferðisbrotamaðurinn Jeffery.

Margir hafa gagnrýnt Epstein fyrir að segja opinberlega frá veikindum Fresen og persónulegum atriðum þeim tengdum, allt til að fá athygli og safna fyrir hlaupið.

Aðspurð um af hverju hún er að hlaupa í nafni fyrrverandi kærasta síns, segir Epstein að henni hafi fundist hún hjálparlaus en vitað að hún þyrfti að gera eitthvað.

Parið var byrjað að íhuga fasteignakaup þegar Fresen fór að fá ítrekuð svimaköst og uppköst. Hann var fyrst greindur með ígerð í eyra, en þegar uppköstin ágerðust fór hann aftur til læknis, í þetta sinn til einkaaðila. MRI sýndi að hann var með heilaæxli sem alla jafna greinist í börnum frekar en fullorðnum. Epstein fannst að lífinu hefði verið kippt undan fótum þeirra. Eftir aðgerðina var Fresen með taugaskemmdir og að hluta lamaður hægra megin í andliti, auk þess sem hann gat ekki lokað auganu og er með skerta sjón á því auga.

„Degi seinna þá sáum við fram á að þetta myndi ekki ganga lengur hjá okkur,“ segir Epstein, sem flutti til föður síns í Thailandi eftir sambandsslitin. Hún segist hlaupa lítið og hefur aldrei hlaupið maraþon, en þar sem Fresen hljóp oft maraþon, þá fannst henni það tilvalið að hlaupa maraþon í hans nafni. Hún segir að æfingar fyrir hlaupið hafi tekið á,bæði andlega og líkamlega, en bætir við að það sé ekkert í líkingu við það sem kærastinn fyrrverandi hefur mátt þola í veikindum sínum. „Ef að hann kemst í gegnum allt þetta, þá get ég hlaupið maraþon,“ segir hún. 

Fresen segist hafa haft efasemdir um að Epstein gæti hlaupið svona langt, hún hefði aðeins hlaupið stuttar vegalengdir með honum og kvartað allan tímann. Segist hann hafa öðlast virðingu fyrir aga og seiglu sinnar fyrrverandi. 

Hvað sem segja má um ákvörðun Epstein að yfirgefa kærastann og þá ákvörðun hennar að hlaupa í nafni hans samt sem áður þá safnaði hún 14098 pundum eða um 2,4 milljónum íslenskra króna til krabbameinsrannsókna. Hlaupið fór fram núna sunnudaginn 23. apríl og þegar niðurstöður úr hlaupinu eru skoðaðar er enginn tími skráður á hana og því ekki ljóst hvort að hún hljóp yfirhöfuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“