Manchester United er sagt fylgjast með gangi mála hjá Neymar fyrir sumarið.
Foot Mercato segir frá þessu.
Talið er að Neymar gæti yfirgefið Paris Saint-Germain í sumar. Brasilíumaðurinn hefur verið orðaður burt frá frönsku höfuðborginni lengi.
Sagt er að United hafi fylgst með Neymar í nokkurn tíma.
Neymar hefur verið á mála hjá PSG síðan 2017. Þá gerði félagið hann að dýrasta leikmanni heims þegar það keypti hann frá Barcelona á 200 milljónir punda.
Kappinn hefur átt misjöfnu gengi að fagna í París en tími hans gæti verið að líða undir lok.