fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Sá yngsti var 21 árs – „Við megum ekki gleyma því að fyrir hvern einstakling sem deyr er fjölskylda í kringum hann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 09:48

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti tilfinningaþrungna mynd og færslu á samfélagsmiðlum í gær sem hefur vakið gríðarlega athygli.

Í færslunni sagði hann frá því að hann hefur sungið á einu ári yfir ellefu einstaklingum sem hafa fallið frá vegna fíknisjúkdóms.

„Það geisar ópíóða faraldur hér á landi og það er alger þögn hjá yfirvöldum. Ef þetta væru einstaklingar sem hefðu látist í náttúruhamförum væru yfirvöld og landsmenn búin að bregðast við,“ sagði hann.

Sjá einnig: Bubbi birtir sorglega mynd: „Það er alger þögn hjá yfirvöldum“

Bubbi ræddi málið frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

„Þessir ellefu einstaklingar eru ekki einu sinni helmingurinn af þeirri tölu sem dó á síðasta ári úr of stórum skömmtum [fíkniefna],“ sagði söngvarinn.

„Við sem samfélag þurfum að geta talað um þessa hluti og við þurfum að horfast í augu við að þetta sé ekki gífuryrði eða einhvers konar bull.“

Sá yngsti 21 árs

„Ég held að elsti einstaklingurinn sem ég hef sungið yfir hafi verið 46 ára og sá yngsti var 21 árs,“ sagði Bubbi og bætti við að oft eru þetta einstaklingar sem eru rétt skriðnir yfir tvítugt sem eru að berjast við þennan vanda.

„Það sem er að gerast líka er að þetta eru jafnvel einstaklingar sem hafa ekki verið lengi í neyslu, sumir hverjir, hafa bara í rauninni byrjað einhvers staðar þarna. Að ánetjast þessum ofboðslega sterku verkjalyfjum og deyja. Það er nú ekki flóknara en það,“ sagði hann.

„Ég held að samfélagið og yfirvöld verða að fara að horfast í augu við þetta og íhuga hvað getum við gert. Það þýðir ekki og lagar ekkert að dæma fárveika einstaklinga í fangelsi fyrir það að þeir séu að nota fíkniefni eða lyf til þess að komast í vímu. Fangelsi nú þegar eru full af fíklum og ég er alveg fær um að segja það, ég er búinn að syngja í fangelsum í áratugi og [fangarnir verða alltaf yngri og yngri] og þetta eru allt burðardýr og fíklar, meira eða minna. Við þurfum að skoða hvernig við umgöngumst þessa einstaklinga og refsigleði bjargar engum.“

Megum ekki gleyma fjölskyldunum

„Við megum ekki gleyma því að fyrir hvern einstakling sem deyr er fjölskylda í kringum hann sem mun [bera sorgina] með sér alla ævi. Þetta mun hafa áhrif á alla þá einstaklinga og lita líf þeirra. Þetta er svo margfaldur skaði. Fyrir utan þann skaða að missa ungt fólk sem tekur ekki þátt í þjóðfélaginu og ná ekki að verða það sem þau hefðu getað orðið. Tapið okkar er rosalegt,“ sagði Bubbi.

Hlustaðu á viðtalið i heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone