Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson gagnrýnir mætingu Eyjamanna harkalega á fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Breiðabliki í Bestu deild karla um helgina.
ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
„Það mættu 312 hræður á völlinn. Hvað er að gerast í Eyjum á sunnudegi klukkan fjögur?“ spyr Kristján í Þungavigtinni.
„Eru þetta aumingjar? Drullist á völlinn.“
Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason sá sig knúinn til að halda aftur af Kristjáni. „Rólegur Stjáni.“
Kristján hélt eldræðu sinni hins vegar áfram.
„Ertu að flaka fisk á sunnudegi klukkan fjögur? Drullastu bara á völlinn.“
ÍBV var að ná í sín fyrstu stig á leiktíðinni en Blikar eru einnig aðeins með þrjú stig.
@kristjanoli var mikið niðri fyrir vegna mætingu Eyjamanna í fyrsta heimaleik tímabilsins. Kristján svaf lítið sem ekkert nóttina eftir að aðeins 312 manns létu sjá sig. Kannski spilaði inn í að Blikar töpuðu leiknum. Uppgjör 3.umferðar á mannamáli komið á https://t.co/MIoaJseT27 pic.twitter.com/l1o6uNoZum
— Rikki G (@RikkiGje) April 25, 2023