fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Adele brotnaði niður í tilfinningaþrunginni bílferð

Fókus
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 10:29

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adele var síðasti gestur Carpool Karaoke. Bílakaríókíið var hluti af spjallþætti James Corden – The Late Late Show with James Corden – á sjónvarpsstöðinni CBS.

Bílakaríókíið hefur verið vinsælt innslag í þættinum, Corden hefur fengið fjölda gesta eins og Billie Eilish, Michelle Obama, Rod Stewart og A$AP Rocky, Madonnu og marga fleiri. Frá 2020 til 2022 var pása en innslagið sneri aftur í apríl 2022.

Lokaþáttur The Late Late Show fer í loftið þann 27. apríl og hefur þátturinn birt síðasta bílakaríókíið. Breska söngkonan Adele, sem er einnig mjög góð vinkona Corden, var síðasti farþeginn í stuðbílnum.

Það er óhætt að segja að bílferðin hafi verið tilfinningaþrungin er þau rifjuðu upp vináttu sína, tíma sinn í bransanum og felldu nokkur tár í leiðinni.

Adele opnaði sig um skilnaðinn með tárvotar kinnar og þakkaði Corden fyrir alla aðstoðina og stuðninginn á þeim tíma.

„Þú og Jules og krakkarnir áttuð stóran þátt í að hugsa um mig og Angelo. Ég man líka að þið gerðuð það með húmorinn að vopni […] Þið gáfuð mér alltaf svo góð ráð,“ sagði hún.

Seinna í þættinum táraðist Corden þegar þau ræddu um að fljótlega flytur hann og fjölskyldann til Bretlands og verður Adele eftir í Los Angeles.

„Ég elska þig og við höfum átt svo frábæran tíma saman,“ sagði hann og bætti við að honum þætti vænt um hversu góðir vinir þau væru og fjölskyldur þeirra einnig.

„Þú ert besti vinur minn í öllum heiminum. Ég á eftir að sakna þín svo mikið,“ sagði Adele.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?