fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Fimmti hver fangi í röðum Wagner er með HIV

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 06:45

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fimmti hver rússneski fangi, sem hefur gengið til liðs við málaliðafyrirtækið Wagner, er með HIV. Þetta mat Úkraínumanna og byggja þeir þetta á smittölum fyrir þá rússnesku fanga sem þeir hafa tekið höndum í stríðinu.

New York Times skýrir frá þessu og segir að fangarnir hafi margir hverjir gengið til liðs við Wagner af því að þeim var heitið aðgangi að lyfjum gegn HIV í staðinn.

Blaðið ræddi við „Timur“ sem ákvað að ganga til liðs við Wagner í sex mánuði því hann sá ekki fram á að hann myndi lifa næstu 10 ár af í rússnesku fangelsi en hann er með HIV.

„Ég áttaði mig á að ég gæti dáið skjótum eða hægum dauða. Ég valdi skjótan dauða,“ sagði Timur sem er nú í haldi Úkraínumanna.

New York Times segir einnig að rússnesku málaliðarnir, sem eru með HIV eða lifrarbólgu, verði að bera armbönd í mismunandi litum til að gefa til kynna hvað sjúkdóm þeir eru með ef þeir skyldu særast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum