fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn eiginkonunni – Þvinguð munnmök voru „ekki viljandi“

Pressan
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 04:12

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerðist á heimili hins ákærða og eiginkonu hans dag einn í febrúar er eitthvað sem fáir vita en niðurstaða dómstólsins um atburðarásina liggur fyrir.

Maðurinn, sem er fertugur, mætti fyrir dóm í Óðinsvéum í Danmörku í síðustu viku. Hann var ákærður fyrir að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi.

Dómari ákvað að réttarhöldin skyldu vera lokið og því fengu fulltrúar fjölmiðla ekki að vera viðstaddir en saksóknarinn í málinu, Cecilie Quist, ræddi við þá að dómsuppkvaðningu lokinni að sögn Fyens Stiftstidende.

Áður en blaðamenn voru sendir út úr dómsalnum las Quist ákæruna upp í heyranda hljóði. Í henni kom fram að maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið eiginkonu sína utan undir, að hafa tekið harkalega í hár hennar, þrýst andliti hennar ofan í dýnuna og haldið henni fastri.

Hann var einnig ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekað með krepptum hnefa víðs vegar um líkamann, sparkað í hana og neytt hana til munnmaka á meðan hann hélt höfði hennar föstu.

Fór Quist fram á fangelsisdóm yfir manninum.

Verjandi hans krafðist sýknu og hafði betur að sögn Quist.

„Dómurinn taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að neyða hana til munnmaka,“ sagði hún og bætti við að nú muni ákæruvaldið í samráði við ríkissaksóknara taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað.

Þar sem þinghaldið var lokað er ekki vitað hvað það var sem kom fram fyrir rétti sem fékk dómarann og tvo meðdómendur hans til að komast að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi „ekki viljandi neytt eiginkonu sína til munnmaka“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu