fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Saklaus móðir eyddi jólunum í fangaklefa vegna lyga eiginmannsins

Pressan
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Publicdomainpictures

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Marcin Stawecki, 39 ára, hringdi í lögregluna í Wrexham í Wales í desember veitti hann sjálfum sér áverka. Þegar lögreglan kom heim til hans var hann með áverka á bringunni.

Samkvæmt frétt Metro þá sagði hann lögreglunni að eiginkona hans hefði skorið hann á meðan hann svaf.

Lögreglan handtók eiginkonuna og var hún í haldi jóladag, aðskilin frá börnum sínum. Henni var sleppt gegn tryggingu á annan dag jóla eftir að lögreglan komst að því að Stawecki hafði sjálfur veitt sér áverkana.

Hann fór með börnin þeirra tvö til Póllands en sneri heim aftur þann 10. janúar. Hann játaði að það væri hefnd, eitthvað sem hann hefði ákveðið að gera þegar hann var drukkinn.

Stawecki var nýlega dæmdur í 20 vikna fangelsi eftir að hafa játað að hafa sjálfur veitt sér fyrrgreindan áverka.

Eiginkona hans hefur fyrirgefið honum lygarnar og búa þau enn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu