Samkvæmt frétt Metro þá sagði hann lögreglunni að eiginkona hans hefði skorið hann á meðan hann svaf.
Lögreglan handtók eiginkonuna og var hún í haldi jóladag, aðskilin frá börnum sínum. Henni var sleppt gegn tryggingu á annan dag jóla eftir að lögreglan komst að því að Stawecki hafði sjálfur veitt sér áverkana.
Hann fór með börnin þeirra tvö til Póllands en sneri heim aftur þann 10. janúar. Hann játaði að það væri hefnd, eitthvað sem hann hefði ákveðið að gera þegar hann var drukkinn.
Stawecki var nýlega dæmdur í 20 vikna fangelsi eftir að hafa játað að hafa sjálfur veitt sér fyrrgreindan áverka.
Eiginkona hans hefur fyrirgefið honum lygarnar og búa þau enn saman.