fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sandra hitti Terry Crews – „Hann hrósaði Íslandi hástöfum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 17:59

Terry Crews og Sandra Björg Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Sandra Björg Helgadóttir hitti leikarann og skemmtikraftinn Terry Crews um helgina. Hún segir að hann hafi verið mjög almennilegur og hafi sagst vera mjög spenntur fyrir að heimsækja Ísland aftur.

Crews hefur slegið í gegn sem kynnir America’s Got Talent. Hann gerði einnig garðinn frægan í vinsælu sjónvarpsþáttunum Brooklyn Nine-Nine.

„Hann var æði,“ segir Sandra í samtali við DV.

„Ég hitti hann á viðburði Thor Skyr sem vinur minn Unnar bauð mér á. Þeir stofnuðu þetta saman (e. co-founder) þannig hann er að kynna vöruna með þeim og þessháttar.“

Sandra segir að leikarinn hafi verið mjög kurteis og hafi lýst hrifningu sinni á Íslandi.

„Hann var frábær að spjalla við, ótrúlega almennilegur og viðkunnanlegur. Hann hrósaði Íslandi hástöfum og getur ekki beðið eftir að koma aftur til Íslands,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?