fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Gerðardómur Viðskiptaráðs innleiðir stafræna lausn Justikal

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 15:48

Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs og framkvæmdastjóri GVÍ, og Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerðardómur Viðskiptaráðs Íslands (GVÍ) og Justikal ehf. hafa gert með sér samkomulag um innleiðingu á stafrænu réttarkerfi Justikal fyrir öll mál gerðardómsins.Með því að nýta þjónustu Gerðardóms Viðskiptaráðs geta aðilar fengið leyst úr ágreiningsmálum með skjótum hætti en reglur dómsins kveða á um endanlega úrlausn innan sex mánaða, nema aðilar semji um annað. Trúnaður gildir um málsmeðferðina og eru úrskurðir dómsins því ekki birtir opinberlega, eins og segir í tilkynningu. Innleiðing á lausn Justikal gefur GVÍ færi á að bjóða aðilum enn betri þjónustu þar sem ítrasta öryggis er gætt en með kerfinu geta málsaðilar sent öll gögn rafrænt og fylgst með framgangi sinna mála í rauntíma.Með innleiðingu á Justikal er GVÍ enn betur að mæta kröfum EU reglugerðar nr. 910/2014 (eIDAS) þar sem fram kemur að ekki megi hafna því að rafræn skjöl fái réttaráhrif einungis af þeirri ástæðu að þau séu á rafrænu formi. Í dag eru stór hluti af gögnum sem eru einungis til á stafrænu formi, til dæmis rafrænt undirrituð gögn. Slík gögn er ekki hægt að prenta út þar sem undirskriftirnar missa þá gildi sitt. Til að tryggja þetta eru eIDAS vottaðar traustþjónustur notaðar í vefgátt Justikal.„Við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu við Justikal en með tilkomu stafræna réttarkerfisins getum við veitt skjólstæðingum okkar framúrskarandi þjónustu í takt við kröfur nútímans en kerfið gerir okkur meðal annars kleift að taka við, geyma og sannreyna öll stafræn gögn,“  segir Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs og framkvæmdastjóri GVÍ.„Við erum mjög stolt að fá Gerðardómstól Viðskiptaráðs Íslands til liðs við okkur en Justikal er nú þegar komið í notkun hjá öllum héraðsdómstólum landsins. Okkar markmið ríma vel við markmið Gerðardómsins, þá sér í lagi um að veita framúrskarandi þjónustu í takt við kröfur nútímans þar sem ítrasta öryggis er gætt,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“