fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Sigmundur Davíð bendir á athyglisverðan punkt í umræðunni um Gylfa – „Því miður allt of lýsandi fyrir samfélagið í dag“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Miðflokksins, segir fráleitt hversu langan tíma tókst að fá niðurstöðu í mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann segir jafnframt að samfélagið í dag virðist hafa gleymt þeim gildum um að fólk teljist saklaust uns sekt þeirra er sönnuð. 

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester. Var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Saksóknari taldi hins vegar engar líkur á sakfellingu og fyrr í mánuðinum var tilkynnt að málið hafi verið látið niður falla.

„Þetta á ekki að geta gerst því ef menn voru nógu vissir í sinni sök til að fara og handtaka manninn þá hefðu þeir átt að vera með eitthvað sem væri nógu pottþétt til að geta fylgt því eftir á næstu klukkustundum eða dögum. Svo var ekki. Mánuð eftir mánuð fundu þeir ekkert sem hald var í,“ segir Sigmundur í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark.

Hann segir að hér heima hafi fyrirtæki stokkið of fljótt af stað í að fjarlægja Gylfa úr auglýsingum og öðru.

„Menn voru nú fljótir á sér hérna á Íslandi, sendandi menn í matvöruverslanir að taka í burtu vörur sem gætu tengst Gylfa á einhvern hátt. Þetta er tíðarandi samtímans. Á margan hátt var verið að dæma hann án þess að búið væri að klára ferlið. Menn voru búnir að gleyma þeim prinsippum að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Það virðist ekki eiga við lengur, allavega ekki sem það prinsipp sem það var.“

Sigmundur telur ótrúlegt að fólk trúi ekki að Gylfi sé saklaus eftir allan þennan rannsóknartíma.

„Svo sér maður jafnvel fólk sem segir: Hann gæti verið sekur samt. Þó það hafi ekki náðst að sanna neitt á hann á tveimur árum gæti hann samt verið sekur. Hvert erum við komin þá? Bara það að benda á einhvern, gefa eitthvað í skyn, gruna einhvern um eitthvað, halda einhverju fram um einhvern, þá er viðkomandi orðinn sekur.

Þetta er því miður allt of lýsandi fyrir samfélagið í dag. Það er farið að þurfa að sanna sakleysi sitt, í stað þess að ákærandi þurfi að sanna sekt. Þetta getur haft alveg hrikalegar afleiðingar í för með sér.“

Sigmundur segir þetta minna á gamla tíma.

„Nú eru gömlu nornaveiðararnir aftur komnir á stjá. Grunurinn er það sem gildir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“