fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Vendingar í máli mannsins sem rændi Filippu – Lögregla ræddi við hann eftir hvarf Emilie Meng

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 24. apríl 2023 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa rænt og misnotað hina þrettán ára gömlu Filippu á dögunum var yfirheyrður á sínum tíma í tengslum við hvarf Emilie Meng.

Ekstra Bladet greindi frá þessu í morgun.

Emilie Meng hvarf í júlí 2016 í Korsør en svo vill til að það er ekki langt frá staðnum sem Filippa var á þegar hún hvarf. Lík Emilie fannst á aðfangadag sama ár í vatni við Borup og hefur morðingi hennar ekki náðst.

Filippa hvarf á laugardag fyrir rúmri viku eftir að hafa verið að bera út blöð. Hún fannst á lífi daginn eftir og var maðurinn, sem er 32 ára, handtekinn í kjölfarið og úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Ekstra Bladet hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni sínum að lögregla hafi rætt við þennan sama mann – sem ekki hefur verið nafngreindur í dönskum fjölmiðlum – eftir hvarf Emilie Meng á sínum tíma, eða árið 2016.

Á þeim tíma átti maðurinn silfurlitaða Hyundai i30-bifreið sem líktist mjög bifreið sem sást á upptöku eftirlitsmyndavélar á lestarstöð í Korsør nóttina sem Emilie hvarf.

Ekstra Bladet segist ekki hafa nánari upplýsingar um hvað kom fram í samtali lögreglunnar og mannsins. Lögregla hafi samt rætt við hann vegna bílsins sem hann var á og gruns þess efnis að sá sem rændi Emilie hafi verið á samskonar bifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Í gær

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“