fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Fimm látnir úr nýju kórónuveiruafbrigði

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 24. apríl 2023 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm andlát hafa verið staðfest á Bretlandseyjum af völdum nýs kórónuveiruafbrigðis sem gengur undir nafninu Arcturus.

Arcturus er talið meira smitandi en önnur afbrigði og hefur það valdið töluverðum usla á Indlandi þar sem það er nú ráðandi.

Breska blaðið Mirror greinir frá þessu.

Arcturus virðist vera byrjað að dreifa sér um Bretlandseyjar og nálgast fjöldi staðfestra smita nú 200. Langflest tilfellin hafa greinst á Englandi, eða 120 og þá hafa nokkur greinst í Wales, Skotlandi og Norður-Írlandi. Arcturus hefur nú greinst í 28 löndum.

Í frétt Mirror er haft eftir sérfræðingum að ekkert bendi til þess að Arcturus sé hættulegra en önnur afbrigði þó það sé ef til vill meira smitandi.

Mirror greindi frá því fyrir skemmstu að einkenni Arcturus séu ekki beint hefðbundin fyrir kórónuveirusmit. Auk einkenna á borð við hita og hósta hafa sjúklingar upplifað „klæjandi“ tárubólgu og augnkvef.

Dr Vipin Vashisttha, barnalæknir og fyrrum yfirmaður samtaka indverskra barnalækna, sagði í samtali við The Hindustan Times að óvenjulegt sé að sjúklingar fái einkenni á borð við augnkvef í tengslum við kórónuveirusmit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin