Manchester United vann Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum enska bikarsins í gær.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni.
Þar vann United 7-6, en Solly March var sá eini sem klikkaði á spyrnu sinni. Hann skaut hátt yfir markið.
Einum stuðningsmanni leiddist greinilega mikið í markaleysinu í gær og fékk sér klippingu í stúkunni.
Vakti þetta mikla athygli og lukku viðstaddra sem tóku myndir, enda ekki algeng sjón.
Mynd af þessu er hér að neðan.