Franski skíðakappinn Les Powtos má teljast heppinn að vera á lífi – eða að minnsta kosti ekki alvarlega slasaður – eftir að hann lenti í ógöngum á fjallinu Meije í frönsku Ölpunum fyrir skemmstu.
Powtos var að skíða niður fjallið, sem er tæplega 4.00 metra hátt, þegar hann féll ofan í nokkuð stóra og myndarlega sprungu sem skyndilega opnaðist. Powtos var með GoPro-myndavél á höfðinu sem náði atvikinu á myndband.
Eins og myndbandið sýnir var fallið nokkuð hátt en Powtos náði að halda jafnvægi allan tímann og stöðva áður en hann fór lengra ofan í sprunguna.
Hann birti myndbandið á Instagram-síðu sinni og tók fram að hann hefði komist upp, heill á húfi, með aðstoð félaga sinna sem hentu til hans reipi og ísöxi.
Watch as a skier falls into a glacier 😳 pic.twitter.com/dws2e2WzBT
— OddIy Terrifying (@OTerrifying) April 23, 2023