Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Fá þeir hvor um sig rúmar 3 milljónir króna í sinn hlut.
Í tilkynningu frá Íslenskum getraunum kemur fram að annar tipparinn hafi tippað á seðil með átta tvítryggðum leikjum og hafði fimm leiki með einu merki. Keypti sá miðann í Lengju-appinu.
„Hinn tipparinn vann á kerfisseðil sem keyptur var í félagakerfi Íslenskra getrauna hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Vinningshafarnir styðja annars vegar Víking og hins vegar Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.