fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ragnar gleymir aldrei því sem lögregluþjónninn sagði við hann – „Mig langaði helst að bresta í grát“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. apríl 2023 13:29

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Erling Hermannsson, einn af stofnendum Viðmóts, samtaka um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi, á vart til orð til að lýsa aðdáun sinni á íslenskum lögregluþjónum.

Ragnar skrifaði langa grein sem birtist á vef Vísis í morgun þar sem hann nefndi nokkur dæmi um hjálpsemi íslenskra lögreglumanna í sinn garð og annarra sem höllum fæti standa í samfélaginu.

„Ég óska þess að þú farir að ná þér!“

„Orð þessa gullfallega manns hafa fylgt mér síðan ég sat, alls ekki allsgáður eftir lokanir skemmtistaða á miðjum Laugavegi sumarið 2020. Batman-bíllinn eins og ég kalla vígalegu Volvo-bifreiðir þeirra silaðist hægt framhjá og gerði hann sér ferð að skrúfa niður rúðuna og segja þetta við mig,“ segir Ragnar Erling sem sjálfur hefur talað opinskátt um eigin fíkniefnaneyslu.

Þið sáuð augljóslega að ég var undir áhrifum“

„Það var ekki auðvelt að horfa framan í Íslendinga eftir að ég byrjaði aftur að neyta vímuefna í apríl 2018, þið sáuð augljóslega að ég var undir áhrifum eftir að hafa gefið mig út í fjölmiðlum að vera allsgáður s.l. 4 og hálft ár. Vonbrigðin leyndu sér ekki. Það var þarna í miðjum Reykjavíkur sullupollinum sem ég fattaði alvarleika þess að ég var aftur byrjaður að skemma fyrir sjálfum mér. Honum var einlægt ekki sama,“ segir Ragnar um lögregluþjóninn.

Hann bendir réttilega á að lögregluþjónar, sem hann líkir við svarta hrafna, vinni erfitt og óeigingjarnt starf og veltir fyrir sér hvort þeir fái bónusa fyrir að finna „okkur hangandi í snöru“ eða veifandi að þeim hníf. Hann leyfir sér að efast um það.

„Það eru Hrafnarnir sem standa frammi fyrir ömurlegustu og erfiðustu tímum lífs okkar! Og það er á erfiðustu tímum okkar sem við erum ekki þau kurteisustu og ofan á allt álag fá þau öskur og vanþakklæti fyrir að, ætla ég að leyfa mér að segja, sinna skítverkum samfélagsins! Þvílíkar hetjur!“

Atvikið á Granda

Ragnar segist vona að orð hans komi ekki illa við lögregluþjóna og einlæg von hans sé sú að geta komið orðunum frá sér á virðingarverðan hátt.

„Það skiptir okkur öll, svo ég tali um þá sem þjást af fíkn, stórkostlegu máli að hafa ykkur með í liði.

Hvers vegna langar mig að hrósa ykkur fyrir störf ykkar,“ spyr Ragnar og rifjar svo upp dæmi sem hann varð vitni að um daginn á gistiskýlinu á Granda.

„Af virðingu við lögregluþjóninn sem þar kom til að flytja mjög svo veikan mann upp á geðdeild ætla ég ekki að tilgreina númerið hans þó svo mig langi, frammi fyrir alþjóð að kunngjöra hvað þið sinntuð starfi ykkar af mikilli fagmennsku og samkennd. Mig langaði helst að bresta í grát, slíkur var kærleikur ykkar beggja sem komuð á þennan vettvang. Sá eiginleiki að ná að róa taugakerfi fólks niður með orðunum einum er ofurkraftur frá Guði sjálfum og það fyllir mig lotningu að vita að svona fólk sé að sinna svo þungu verkefni,“ segir Ragnar.

Hann nefnir fleira.

„Það eru svo mörg dæmi sem mig langar að nefna s.s. hvatningar ykkar tveggja sem komuð á vettvang þegar Reykjavíkurborg sendi ykkur til að fjarlæga okkur út af Grandaskýlinu þegar við neituðum að fara út í kuldann, sumir út í dauðann … þið sátuð sem kyrrast í Batman-bílnum, skrúfuðu niður rúðuna: „Áfram þið .. haldið áfram því sem þið eruð að gera!“ … Tárin streyma og taugakerfið í mér hvín af raflostum yfir því hvort ég sé að koma einhverjum ykkar í vandræði með orðum mínum,“ segir hann og bætir við að það sé ömurlegt að hugsa til þess að fólk geti lent í vandræðum fyrir að fá hrós.

„Þið eigið hrósið skilið!“

Hann lýkur svo pistlinum á hjartahlýrri sögu um töfra og fegurð.

„Ég stóð fyrir utan hús að Hverfisgötu fyrir tveimur árum með tarot spilastokk í hendi …

Tvö ykkar komu í miður leiðigjarnt útkall og á meðan annað ykkar var að gera sitt besta að reyna róa kunningja minn niður sem var í annarlegu ástandi gaf ég mig á spjall við Hrafnadís sem stóð á móti mér:

„Ég er bara bíða eftir að fá að draga spil!“

Ég uppljómaðist við orð hennar, ég hafði ekki þorað að bjóða henni það þar sem augljóslega var hún að vinna og aðstæður ekki beint á aðra leið en að ég vissi ekki hvort ég ætti að trufla,“ segir Ragnar en það sem stóð á spilinu sem hún dró var athyglisvert orð: Compassion, eða Samkennd.

„..það er einmitt SAMKENND sem ég hef fundið frá ykkur þegar við höfum átt samskipti …

Mig langar að sjá hvort mér takist að gefa ykkur smá af minni og segja að þið eigið stuðningsmann hér megin. Höfum ávallt í huga að Samkennd er að setja sig (reyna) í spor náungans og er allt annað en Samúð … Þið eigið hrósið skilið!“

Pistill Ragnars í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“