Jón Dagur Þorsteinsson var geggjaður fyrir lið Leuven í Belgíu í dag sem mætti Standard Liege á heimavelli.
Jón Dagur skoraði tvennu fyrir Leuven sem vann 3-2 sigur en fyrra mark hans kom af vítapunktinum.
Landsliðsmaðurinn er kominn með heil 12 mörk í belgísku úrvalsdeildinni og hefur lagt upp önnur þrjú.
Leuven er í 10. sæti deildarinnar eftir 34 leiki og á enn möguleika á að komast í umspilssæti fyrir Sambandsdeildina.
Liðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína og er Jón Dagur einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.