Það var engin brjáluð markaveisla í boði á Wembley í kvöld er Brighton spilaði við Manchester United.
Um var að ræða leik í undanúrslitum enska bikarsins en sigurliðið myndi mæta Manchester City í úrslitaleiknum.
Man City vann sannfærandi 3-0 sigur á Sheffield United í gær er Riyad Mahrez skoraði þrennu og fleytti liðinu áfram.
Leikur kvöldsins var ansi fjörugur en því miður fengu áhorfendur ekkert mark í venjulegum leiktíma og heldur ekki í framlengingu.
Bæði lið fengu svo sannarlega tækifæri til að skora mark en þau áttu bæði 15 skot á mark hvert fyrir sig.
Að lokum þurfti vítakeppni að ráða úrslitum en þar hafði Man Utd betur eftir að Solly March klikkaði fyrir Brighton og unnu Rauðu Djöflarnir í bráðabana.
Victor Lindelof skoraði sigurmark Man Utd í vítakeppninni og var vítaspyrna hans heldur betur góð.
🚨🚨| LINDELOF SCORES THE WINNING PENALTY!!
— CentreGoals. (@centregoals) April 23, 2023