Það var galin dramatík í Vestmannaeyjum í kvöld er ÍBV fékk lið Breiðabliks í heimsókn í Bestu deild karla.
ÍBV vann gríðarlega óvæntan heimasigur á meisturunum en sigurmarkið var skorað úr vítaspyrnu á lokasekúndunum.
Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmark heimamanna af vítapunktinum en þá voru 94 mínútur komnar á klukkuna.
Annað tap Breiðabliks í fyrstu þremur umferðunum staðreynd en liðið tapaði heima gegn HK í fyrstu umferð.
Á sama tíma áttust við KA og Keflavík á Akureyri en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.
ÍBV 2 – 1 Breiðablik
1-0 Halldór Jón Sigurður Þórðarson(’39)
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson(’45)
2-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson(’94, víti)
KA 0 – 0 Keflavík