CNN segir að talið sé að líkin séu af fólki sem tilheyrði kristnum söfnuði sem telur það ávísun á himnavist að svelta sig til bana.
Kithure Kindiki, innanríkisráðherra, sagði í kjölfarið að þetta kalli á þyngstu mögulegu refsingu yfir þeim sem hafi svikið þessar saklausu sálir og harðari löggjöf um sérhverja kirkju, hof og bænahús gyðinga.
Hann sagði einnig að stór svæði, þar sem líkin fundust, hafi verið girt af og lýst vettvangur glæps.
Fyrr í mánuðinum bjargaði lögreglan fimmtán meðlimum safnaðarins, sem heitir Good News International Church, sem voru við að svelta sig dauða. Fjórir þeirra létust áður en það tókst að koma þeim undir læknishendur.
Leiðtogi safnaðarins, Makenzie Nthenge, var handtekinn í kjölfar ábendingar um fjöldagröf þar sem minnst 31 safnaðarmeðlimur væri grafinn.