fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Grunaður barnaníðingur vildi fá stjörnulögfræðing – Svar lögfræðingsins vekur mikla athygli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. apríl 2023 04:11

Lögreglumenn að störfum í Kirkerup þegar leitað var að Filippa. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 ára karlmaður, sem situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku, fór fyrir helgi fram á að fá einn þekktasta lögmann landsins, svokallaðan stjörnulögmann, til að gæta hagsmuna sinna við rannsókn málsins. Svar lögfræðingsins hefur vakið mikla athygli enda harla óvenjulegt.

Maðurinn er grunaður um að hafa numið 13 ára stúlku á brott nýlega og nauðgað henni ítrekað á meðan hann hafði hana í haldi á heimili sínu á Sjálandi. Þetta er mál hinnar 13 ára Filippa sem DV fjallaði nýlega um.

Stórkostleg tíðindi – Filippa fannst á lífi – 32 ára karlmaður handtekinn

Á föstudaginn var Michael Juul Eriksen, lögmaður, skipaður nýr verjandi mannsins en hann mun ekki sinna því starfi. Hann staðfesti þetta í samtali við TV2 á laugardaginn og sagði að nú þegar væri búið að leggja fram beiðni um skipun nýs verjanda. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið.

En Eriksen hefur áður sagt að hann sinni ekki málum þeirra sem eru grunaðir um nauðganir og vörslu eða framleiðslu barnakláms.

„Þeir verða líka að hafa verjanda en það þarf ekki endilega að vera ég,“ sagði hann í samtali við Berlingske í desember á síðasta ári.

„Í hvert einasta sinn sem þú rekur mál er hugsanlegt að sekur aðili sé sýknaður. Það er fórnarkostnaðurinn við að maður sakfellir ekki saklausa. Ég myndi eiga erfitt með slíkt, því ég á erfitt með að lifa með að börn séu þolendur afbrota,“ sagði hann í samtali við TV2 2017.

Eriksen hefur í gegnum tíðina séð um að verja þekkta afbrotamenn fyrir dómi en hann dregur greinilega skýra línu hvað varðar þá sem hann starfar fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg