Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar muni „ekki fyrirgefa“ bandarískum embættismönnum fyrir að neita að veita rússneskum fréttamönnum, sem ætluðu að fylgja Lavrov í heimsókn hans í höfuðstöðvar SÞ í New York, um vegabréfsáritun.
„Við munum ekki gleyma, við munum ekki fyrirgefa,“ sagði hann að sögn AFP um þessa ákvörðun Bandaríkjamanna og bætti við að þetta sýndi „gildi hátíðlegra fullyrðinga þeirra um tjáningarfrelsi“.