fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt

Pressan
Mánudaginn 24. apríl 2023 22:30

Charley Bates var aðeins 16 ára þegar hann var myrtur. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joshua Delbono, 19 ára enskur piltur, var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að haf myrt hinn 16 ára Charley Bates í Somerset að kvöldi 21. júlí á síðasta ári.

Sky News segir að það hafi verið móðir Joshua sem hringdi í lögregluna og sagði henni að sonur hennar hefði myrt Charley. Hún hélt honum heima þar til lögreglan kom og handtók hann.

Hann stakk Charley margoft með hníf á bílastæði í bænum Radstock. Charley var með að minnsta kosti 30 stungusár á bringunni og handlegg. Hann var úrskurðaður látinn 30 mínútum eftir að tilkynnt var um árásina.

Joshua flúði af vettvangi og brenndi fötin sín til að reyna að hylja slóð sína.

Sex klukkustundum eftir árásina hringdi móðir hans í lögregluna og sagði henni hvað sonur hennar hafði gert. „Sonur minn drap einhvern . . . hann er núna hérna hjá mér en ég get ekki leyft honum að fara. Hann er hér. Ég sagði honum að ég neyddist til að gera þetta,“ sagði hún þegar hún hringdi í lögregluna. Hún rétti Joshua síðan símann og viðurkenndi hann þá að hafa myrt Charley. Hann var handtekinn skömmu síðar.

Eins og áður sagði var hann dæmdur í ævilangt fangelsi og verður hann að afplána 21 ár að lágmarki í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi