Riyad Mahrez er oft mjög pirraður á æfingasvæði Manchester City sem og í búningsklefanum fyrir leiki.
Þetta segir Pep Guardiola, stjóri Man City, sem leyfði Mahrez að byrja gegn Sheffield United í enska bikarnum í gær.
Mahrez nýtti tækifærið vel en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Man City og var fyrsta markið úr vítaspyrnu.
Mahrez er ekki fastamaður undir Guardiola þessa dagana og þessi 32 ára gamli leikmaður veit hvernig á að ná til stjórans.
,,Hann er alltaf fúll út í mig þegar hann fær ekki að spila, það gerist á hverjum degi,“ sagði Guardiola.
,,Hann lætur mig vita þegar hann er pirraður. Hann er magnaður leikmaður og er með andlegan styrk til að skora í stóru leikjunum.“
,,Hversu rólegur hann var á vítapunktinum var mikilvægt og mörkin sem fylgdu voru frábær.“