Julian Nagelsmann er kannski búinn að hafna Chelsea en hann er vel opinn fyrir því að vinna á Englandi.
Frá þessu greinir Bild í Þýskalandi en nýlega var greint frá því að Nagelsmann myndi ekki taka við Chelsea.
Chelsea er í leit að nýjum stjóra fyrir næsta tímabil en Frank Lampard mun sjá um að klára síðustu leiki liðsins.
Nagelsmann var rekinn frá Bayern Munchen fyrr á tímabilinu og var um leið orðaður við Chelsea sem hafði áhuga.
Þær viðræður hafa þó ekki gengið upp en Nagelsmann er enn opinn fyrir því að taka við Tottenham.
Tottenham tapaði 6-1 gegn Newcastle fyrr í dag en liðið er án stjóra eftir að Antonio Conte var rekinn frá félaginu.
Þessi 35 ára gamli stjóri vill ekki taka sér frí og eru góðar líkur á að hann verði starfandi á Englandi fyrir næsta vetur.