Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, er í myndinni hjá HSÍ sem næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. TV 2 Sport greinir frá þessu. Nicolej er 36 ára gamall. Samkvæmt heimildum TV 2 Sport er inni í myndinni að Christian Berge, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, deili stöðunni með Nicolej.
Nicolej Krickau vildi ekki tjá sig um málið er danski fjölmiðillinn leitaði eftir því. Beðið er svara frá HSÍ um málið.
Þeir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, og Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, hafa verið orðaðir við landsliðsþjálfarastöðuna en svo virðist sem HSÍ hafi ekki augastað á þeim.