Manchester City 3- 0 Sheffield United
1-0 Riyad Mahrez(’43, víti)
2-0 Riyad Mahrez(’61)
3-0 Riyad Mahrez(’66)
Manchester City er búið að tryggja sæti sitt í úrslitaleik enska bikarsins eftir sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld.
Englandsmeistararnir mættu Sheffield United á Etihad vellinum þar sem Riyad Mahrez stal senunni.
Mahrez skoraði þrennu í leiknum en hann gerði eitt í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni.
Heimamenn voru miklu sterkari og áttu sigurinn svo sannarlega skilið en Mahrez fær allar fyrirsagnir blaðanna á morgun.
Á morgun eigast svoð við Brighton og Manchester United og þar kemur í ljós hvaða lið munu mætast í úrslitaleik keppninnar.