Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Genoa sem lék við Cittadella á útiveli í B-deildinni á Ítalíu í dag.
Albert er orðinn einn allra mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Genoa sem stefnir á að komast í A-deild að nýju.
Okkar maður skoraði markið á 70. mínútu en hann var síðar tekinn af velli er 85 mínútur voru komnar á klukkuna.
Cittadella er í harðri fallbaráttu í deildinni og var ekki lítið um gul spjöld er liðin áttust við í dag.
Alls fóru ellefu gul spjöld á loft og þar með eitt rautt en leikmaður Cittadella fékk að líta það í fyrri hálfleik.
Albert var ekki á meðal þeirra sem fengu gult spjald en hjálpaði liði sínu að komast nær toppliði Frosinone sem gerði jafntefli við Sudtirol á sama tíma.