Julian Nagelsmann, fyrrum stjóri Bayern Munchen, virðist hafa staðfest það að hann verði ekki næsti stjóri Chelsea.
Chelsea er í leit að nýjum stjóra fyrir næsta tímabil en Frank Lampard mun stýra liðinu út leiktíðina.
Graham Potter var rekinn og tók Lampard við en í byrjun tímabilsins tók Potter einmitt við af Thomas Tuchel.
Nagelsmann var sterklega orðaður við stöðuna en nýlega var greint frá því að hann væri ekki á leiðinni til London.
Þjóðverjinn var spurður út í þessar sögusagnir í gær en skilaboð hans til almennings voru ekki mjög skýr.
,,Til þess að hætta við eitthvað þá þarftu fyrst að vera reiðubúinn að taka það að þér,“ sagði Nagelsmann en um tíma var talið að hann væri búinn að samþykkja að taka við enska félaginu.