Fabio Carvalho, leikmaður Liverpool, er á förum frá félaginu í sumar og verður lánaður annað samkvæmt Fabrizio Romano.
Carvalho kom til Liverpool í sumar frá Fulham en hann er gríðarlegt efni og er aðeins 20 ára gamall.
Carvalho kostaði Liverpool átta milljónir punda en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill að leikmaðurinn fái meiri spilatíma en hann fær á Anfield þessa dagana.
Liverpool hefur engan áhuga á að losna við Carvalho endanlega en hann hefur komið við sögu í 12 deildarleikjum á tímabilinu og skorað tvö mörk.
Um er að ræða efni fyrir framtíðina en Liverpool ætlar að losa hann í sumar en margir aðrir leikmenn munu yfirgefa félagið.