Vincent Kompany, stjóri Burnley, er óvænt á óskalista Chelsea fyrir næstu leiktíð en frá þessu greinir the Times.
Kompany hefur náð frábærum árangri með Burnley sem er búið að tryggja sér sæti í efstu deild að ári.
Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley og vonast væntanlega eftir því að halda Kompany sem nær vel til leikmanna.
Chelsea er í leit að nýjum stjóra en Frank Lampard mun stýra liðinu út tímabilið eftir brottrekstur Graham Potter.
Kompany er goðsögn Manchester City en virðist svo sannarlega eiga framtíð fyrir sér sem þjálfari eftir gengið í vetur.