fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Segja Lindarhvolsklúður Bjarna eiga að vera víti til varnaðar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. apríl 2023 12:00

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni lýsti fjármálaráðherra því yfir að bygging nýs Landspítala væri stærsta fjárfesting ríkisins í Íslandssögunni, en til stendur að verja 210 milljörðum í spítalann, bróðurpartinum fram til ársins 2030. Ljóst er að mikið mun mæða á Ríkiskaupum í tengslum við þetta verkefni, en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sett Söru Lind Guðbergsdóttur lögfræðing sem forstjóra Ríkiskaupa tímabundið frá 1. apríl til 31. ágúst.

Í frétt  á vef Hringbrautar kemur fram að margir lýsi yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Einn stjórnarþingmaður bendir á að mikil vandræði hafi hlotist fyrir stjórnarmeirihlutann vegna Íslandsbankaútboðsins á síðasta ári, auk þess sem ekki sjái fyrir endann á Lindarhvolsklúðrinu sem fjármálaráðherra beri ábyrgð á. Greinilegt er að mikið vantraust ríkir gagnvart fjármálaráðherra, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og margra stjórnarliða. 

Viðmælendur Hringbrautar telja margir að Bjarni Benediktsson hyggist skipa Söru Lind í stöðu forstjóra Ríkiskaupa síðar í sumar að undangenginni auglýsingu, aðrir segja hana skorti áþreifanlega menntun og reynslu á þessu sviði. Mjög drjúgur hluti metfjárfestingarinnar í Landspítalanum mun fara í gegnum Ríkiskaup og óttast að faglega veikur forstjóri, sem að auki sé bæði handgenginn fjármálaráðherra og eigi frama sinn undir honum, sé yfir Ríkiskaupum og það geti endað með ósköpum. Einn viðmælandi Hringbrautar segir Lindarhvolsklúður Bjarna eiga að vera hér víti til varnaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu