fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Rampur númer 450 vígður í Garðabæ

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. apríl 2023 10:30

Mynd: Golli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurhundruð og fimmtugasti rampur verkefnisins Römpum upp Ísland hefur verið formlega vígður

Alls hafa 36 fyrirtæki fengið nýja eða uppfærða rampa í Garðabæ á undanförnum dögum á vegum Römpum upp Ísland. Frá því verkefnið var sett af stað hafa 450 rampar hafa verið settir upp á landsvísu en markmiðið er að ramparnir verði 1.500 á fjórum árum.

Rakarastofa Garðabæjar fékk þann heiður að fá ramp númer 450, þeir Sævar Jóhann Sigursteinsson og Hlynur Guðmundsson, hársnyrtar, reka stofuna og buðu þeir Hákoni Atla Bjarkasyni íbúa á Garðatorgi að vígja rampinn formlega á föstudag.

„Mig langar auðvitað að þakka Römpum upp Ísland fyrir þeirra góða framlag hér í bænum, það hefur verið gaman að fylgjast með þeim að störfum. Römpum upp verkefnið er gott og löngu tímabært framtak og mikilvægt jafnréttismál,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri og bendir á að hreyfihamlað fólk leggur oft mikla vinnu á sig til að komast að því hvort staðir séu aðgengilegir, í stað þess að það sé sjálfsagt. „Að tryggja gott aðgengi er samfélagslegt verkefni okkar allra.“

Meðal þeirra sem hafa fengið uppfærslur á römpum í Garðabæ eru hársnyrtistofur, verslanir, kaffihús og ísbúð.

Mynd: Golli
Mynd: Golli

Um Römpum upp Ísland

Römpum upp Ísland sem er í beinu framhaldi af Römpum upp Reykjavík er verkefni sem miðar að því að setja upp 1500 rampa á fjögurra ára tímabili um land allt. Stofnaður var sjóður með aðkomu opinberra aðilia og fyrirtækja í einkaeigu sem stendur straum af kostnaði fyrir verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu.

Með römpunum er öllum gert kleift að komast á þægilegan hátt inn á veitingastaði, verslanir og þjónustu á landinu öllu. Verkefnið verður framkvæmt í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. 

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“