Paul Scholes, goðsögn Manchester United, var nokkuð hissa eftir leik liðsins við Sevilla á fimmtudag.
Sevilla vann leikinn sannfærandi 3-0 á heimavelli í Evrópudeildinni og er komið í næstu umferð eftir 5-2 sigur samanlagt.
Eftir leik ræddi Christian Eriksen, leikmaður Man Utd, við fjölmiðla og virtist ekki vera í of slæmu skapi eftir tapið.
Scholes tók eftir því og var ekki lengi að gagnrýna Danann eftir lokaflautið en talaði þó alls ekki illa um liðið í heild sinni.
,,Svona er fótboltinn. Stundum áttu góða daga og þú getur líka átt þá slæmu. Þetta var einn slæmur dagur, við reyndum það sem við gátum til að vinna en stundum er það ekki nóg,“ sagði Scholes.
,,Eriksen var ansi brosmildur eftir leikinn, ég hef ekki hugmynd um af hverju.“