Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern Munchen, skaut föstum skotum að sóknarmanninum Eric Maxim Choupo-Moting á fimmtudag.
Kahn sá sína menn gera 1-1 jafntefli við Manchester City og er um leið úr leik í Meistaradeildinni.
Man City vann fyrri leikinn sannfærandi 3-0 og var jafnteflið því alls ekki nóg fyrir heimamenn frá Munchen.
Kahn var ekki hrifinn af framherjanum Choupo-Moting í leiknum en hann lék 71 mínútu án þess að skora.
Erling Haaland komst á sama tíma á blað fyrir þá ensku, eitthvað sem Kahn benti á eftir leikslok.
,,Við sáum einn framherja í þessum leik en því miður þá var hann ekki að spila fyrir okkur,“ sagði Kahn.
,,Það eru ekki margar níur í heiminum sem eru eins og Lewandowski,“ bætti Kahn við en Lewandowski yfirgaf Bayern í sumar.