Knattspyrnuaðdáandi upplifði heldur betur vonda tilfinningu um síðustu helgi er hann vildi sjá lið sitt, Marseille, spila við Troyes í efstu deild Frakklands.
Kærasta mannsins var í miklu uppnámi eftir rifrildi og reyndi hvað hún gat til að stöðva hann frá því að komast á leikinn.
La Depache og L’Independant í Frakklandi greina frá þessu en maðurinn ferðaðist með rútu á leik Marseille í Ligue 1.
Kærasta hans sem er 23 ára gömul hringdi í lögregluna í von um að maðurinn yrði stöðvaður á mirði leið.
Samkvæmt fréttinni þá mætti lögreglan á heimili stúlkunnar þar sem hún viðurkenndi lygar eftir að hafa hringt í neyðarlínuna.
Konan tjáði neyðarlínunni að maðurinn, kærasti hennar, væri með sprengju á sér og ætlaði að eyðileggja ‘allt mögulegt’ í Marseille.
,,Vinur minn er á leiðinni á leikinn en hann er haldandi á sprengju. Hann vill sprengja það sem hann getur í Marseille,“ er haft eftir konunni.
Skelfilegur hlutur sem þessi maður þurfti að upplifa en konan viðurkenndi lygar sínar í samtali við lögregluna aðeins viku eftir að sex manns létust í sömu borg eftir sprengingu í blokk þann 10. apríl.