PSG er skrefi nær titlinum í Frakklandi eftir fínan sigur á Angers í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Kylian Mbappe var í stuði í kvöld og eitt marka hans í fyrri hálfleik kom eftir stoðsendingu frá Lionel Messi.
Sending Messi í gegnum vörn Angers var ekkert minna en stórkostleg og hljóp Mbappe í gegn.
Mbappe kláraði færið svo með ágætum en stoðsending Messi var það sem stóð upp úr.
Markið má sjá hér að neðan.
What an assist from Lionel Messi 🐐🐐🐐pic.twitter.com/mwdtJDnHtQ
— Yo' Deezy (@derrickdeezy1) April 21, 2023