fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Yfirlýsing frá Hreggviði Jónssyni – Rannsókn vegna kæru Vítalíu hætt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. apríl 2023 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreggviður Jónsson, athafnamaður og einn fjórmenningana sem Vítalía Lazareva sakaði um að hafa brotið á sér í sumarbústað, hefur greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á hendur honum hafi verið hætt.

Vítalía greindi frá því í mars á síðasta ári að hún ætlaði að kæra Hreggvið ásamt Ara Edwald og Þórði Má Jóhannessyni fyrir kynferðisbrot.  Í júlí var svo greint frá því að Vítalía væri búin að gefa skýrslu.

Í yfirlýsingu sem lögmaður Hreggviðs sendi rétt í þessu segir að rannsókn málsins hafi nú verið hætt.

„Ég get staðfest að Héraðssaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vitaliu Lazarevu á hendur mér. 

Sú niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda hef ég frá upphafi sagt að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ég mun ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr umræddum aðstæðum en líkt og fram hefur komið þá var frumkvæðið þeirra tveggja, Arnars Grants og Vitaliu

Atburðarás síðustu mánaða hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd. Afleiðingarnar af þessu máli hafa verið miklar, ekki síður fyrir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hefur tekið mikið á mig og fjölskyldu mína og það er því léttir að því sé lokið.“

Samkvæmt frétt RÚV hefur rannsókn verið felld niður gegn öllum þremur mönnunum. Hefur fréttastofa RÚV það eftir Kolbrúnu Garðarsdóttur, réttargæslumanni Vítalíu að ákvörðun héraðssaksóknara verði kærð til ríkissaksóknara. Ekki hafi verið rætt við öll vitni í málinu og auk þess vanti sakargögn.

Í júní í fyrra var svo greint frá því að Hreggviður, Þórður og Ari hefðu kært Vítalíu og Arnar Grant til embættis héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar en þeir halda því fram að þau hafi krafið þá um samtals 150 milljónir króna fyrir að falla frá kærunni. RÚV greinir frá að það mál sé enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.

Það var í janúar á síðasta ári sem Vítalía steig fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur og sakaði þá Ara, Hreggvið og Þórð Má um að hafa brotið gegn sér kynferðislega ásamt Arnari Grant, einkaþjálfara í samkvæmi sem haldið var í sumarbústað. Í aðskildu tilviki hafi svo fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann brotið gegn henni. Málið vakti gífurlega athygli.

Sjá einnig: Vítalía sakar þjóðþekkta menn um alvarleg brot gegn sér – „Ég horfi í augun á honum og ég er við það að gráta“

Vítalía nafngreindi engan í viðtalinu en seinna opinberuðu fjölmiðlar um hvaða menn væri að ræða. Í kjölfarið var greint frá því að Arnar Grant væri kominn í leyfi frá World Class Laugum, Ari hefði farið í leyfi að eigin ósk frá Ísey útflutning, Hreggviður steig til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja, Þórður Már óskaði eftir að láta af störfum hjá Festi og greint var frá að Logi Bergmann væri kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá k100.

Sjá einnig: Samantekt á máli dagsins – Fimm þjóðþekktir karlmenn stíga til hliðar í kjölfar ásakana ungrar konu um kynferðisbrot

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“