Arsenal getur tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð með sigri á Southampton í kvöld.
Liðin mætast á Emirates vellinum í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal er á toppi deildarinnar en Southampton á botninum.
Skytturnar hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni en eru enn með fjögurra stiga forskot á Manchester City. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða.
Þó svo að Arsenal horfi vissulega í það að verða Englandsmeistari á þessari leiktíð úr því sem komið er væri glæsilegur árangur að komast í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sjö ár.
Það sæti verður tryggt með sigri á botnliðinu í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.