Julian Nagelsmann ætlar ekki að taka við Chelsea. Þetta segir hinn virti Fabrizio Romano.
Chelsea er í stjóraleit eftir að Graham Potter var látinn fara á dögunum. Frank Lampard stýrir liðinu út þessa leiktíð en í sumar ætlar Chelsea að finna stjóra til frambúðar.
Meira
Chelsea búið að ræða við Pochettino – Eitt af fimm nöfnum á blaði
Nagelsmann, sem nýlega var rekinn frá Bayern Munchen, var efstur á óskalista Chelsea en samkvæmt Romano ætlar hann ekki að taka við. Hann hefur þó átt í miklum viðræðum við Ludúnaliðið.
Þetta er lokaákvörðun Þjóðverjans.
Mauricio Pochettino hefur verið sterklega orðaður við Chelsea undanfarið.
EXCLUSIVE: Julian Nagelsmann has now withdrawn from the race to become the new Chelsea head coach — it looks like it’s his final decision. 🚨🔵 #CFC
German coach is said to be no longer available after multiple round of talks.
Nagelsmann was top candidate for the job. pic.twitter.com/vkU5zcxISH
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 21, 2023