Grétar Rafn Steinsson hefur fengið meiri ábyrgð hjá Tottenham eftir að Fabio Paratici sagði starfi sínu lausu sem yfirmaður knattspyrnumála. Daily Mail fjallar um málið.
Paratici hefur verið dæmdur í 30 mánaða bann fyrir að aðstoða Juventus fyrir að falsa bókhaldið sitt.
Paratici réð Grétar Rafn til starfa síðasta sumar og hefur Grétar Rafn verið hans hægri hönd, nú tímabundið tekur hann yfir starf hans á meðan Tottenham skoðar stöðuna.
Grétar Rafn starfaði áður hjá Everton og Fleetwood Town og hefur fengið mikið lof fyrir starfið sitt.
Paratici hafði ætlað að halda áfram starfi sínu en bannið sem fyrst átti aðeins að gilda á Ítalíu en gildir nú út um allan heim. Er honum meinuð þáttaka frá öllu fótboltastarfi.
Grétar Rafn átti afar farsælan feril sem leikmaður bæði í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu.