Arsenal gæti slegist í kapphlaupið um Mason Mount í sumar. Goal heldur þessu fram.
Það virðist æ líklegra að hinn 24 ára gamli Mount yfirgefi Chelsea nú í sumar.
Samningur Englendingsins rennur út eftir rúmt ár og hefur hann ekki gert sig líklegan til að framlengja.
Declan Rice er efstur á óskalista Mikel Arteta, stjóra Arsenal, fyrir sumarið. Hans menn freista þess að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í nítján ár. Liðið er með fjöggura stiga forskot á toppi deildarinnar sem stendur.
Þrátt fyrir að Rice sé efstur á óskalistanum fylgist félagið einnig með gangi mála hjá Mount.
Auk Arsenal hafa Liverpool, Newcastle, Manchester City og Manchester United áhuga á Mount.