Fjöldinn allur af leikmönnum gæti yfirgefið Manchester United. Breska blaðið The Guardian segir að allta að 15 leikmenn gætu farið.
United er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og nær líklega Meistaradeildarsæti. Í gær féll liðið þó úr leik í Evrópudeildinni eftir stórt tap gegn Sevilla og ljóst að Erik ten Hag þarf eitthvað að taka til í leikmannahópnum í sumar.
Samkvæmt Guardian eru stór nöfn á borð við Jadon Sancho, Anthony Martial, Harry Maguire, Victor Lindelöf, Scott McTominay og Fred á meðal þeirra sem félagið gæti selt í sumar.
Þá er mikil óánægja með David De Gea en hann er ekki á lista Guardian.
Fleiri sem gætu þó farið eru menn á borð við Donny van de Beek, Anthony Elanga, Dean Henderson og Brandon Williams.
United vann enska deildabikarinn fyrr á tímabilinu og er komið í undanúrslit FA Bikarsins. Staðan er því ekki alslæm.