Dagur Örn Fjeldsted kantmaður Breiðabliks er á leið á láni til Grindavík en hann hefur ekki verið í hóp hjá Blikum í upphafi tímabils.
Dagur er fæddur árið 2005 en hann átti nokkra góða spretti með liðinu á undirbúningstímabilinu.
„Þetta er flott move, flott teymi þarna Helgi og Janko,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni í dag en hann er stjúpfaðir Dags.
Grindavík er í Lengjudeildinni en liðið hefur styrkt sig nokkuð í vetur og var Helgi Sigurðsson ráðinn þjálfari liðsins. Stefnir liðið upp í Bestu deildina.
Hér að neðan má sjá mark sem Dagur skoraði fyrir Blika gegn KR í vetur.
HD gæði. pic.twitter.com/IYqTMczjVL
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 9, 2022