fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fókus

Haley fær á baukinn fyrir kjólinn sem hún klæddist í brúðkaupi dóttur sinnar

Fókus
Föstudaginn 21. apríl 2023 19:00

Haley var í ljósum kjól eins og dóttir sín. Mörgum þótti það of langt gengið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikki Haley, sem sækist eftir útnefningu Repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári, hefur verið gagnrýnd nokkuð harðlega eftir að hún birti mynd af sér í brúðkaupi dóttur sinnar á dögunum.

Á myndinni sést Haley með eiginmanni sínum, Michael, syni sínum Nalin, dótturinni Renu og nýbökuðum eiginmanni hennar, Josh Jackson.

Sú staðreynd að Haley var í hvítum kjól á myndinni hefur farið fyrir brjóstið á sumum. Vilja þeir sem harðast fram ganga meina að Haley hafi reynt að stela athyglinni frá dóttur sinni.

„Af hverju í fjandanum ertu í nánast hvítum kjól sem auðveldlega gæti verið brúðarkjóll?,“ sagði einn netverjinn á Twitter. „Það er mjög eigingjarnt af þér að reyna að stela athyglinni frá henni, en kemur kannski ekki á óvart,“ bætti annar við og enn annar spurði: „Var í móðir brúðarinnar í HVÍTU?“

Haley mun væntanlega berjast við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar en flestir telja að möguleikar hennar á útnefningu séu litlir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“