Launahæstu leikmenn Manchester City munu þéna norðan af tveimur milljónum punda ef liðið vinnur þrennuna á þessari leiktíð.
City er enn með í Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppninni. Undanúrslit eru framundan í báðum keppnum. Þá er liðið í hörku toppbaráttu við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Bónusgreiðslur til leikmanna City eru mjög mismunandi á milli manna. Fyrir að vinna ensku úrvalsdeildina fá leikmenn á bilinu 200 þúsund til 900 þúsund pund. Fyrir að vinna bikarinn fást lægri bónusgreiðslur.
Þá fá launahæstu menn, leikmenn á borð við Kevin De Bruyne, um milljón punda í sinn hlut fyrir að sigra Meistaradeildina.
Þá keppni hefur City aldrei unnið en er í fínum séns í ár. Liðið mætir Real Madrid í undanúrslitum í næsta mánuði. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast ítölsku stórliðin AC Milan og Inter.