Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni þetta tímabilið eftir tap gegn Sevilla í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum.
Fyrri leiknum lauk 2-2 á Old Trafford en Sevilla vann 3-0 í kvöld.
Stuðningsmenn United hér á landi eru vægast sagt ósáttir eftir kvöldið og fær einn maður sérstaklega að heyra það, markvörðurinn David De Gea í kvöld.
Spánverjinn gerði sig sekan um slæm mistök og fær engan afslátt.
Hér má sjá nokkrar vel valdar færslur frá íslenskum knattspyrnuáhugamönnum um leik kvöldsins.
Það eina jákvæða við þetta viðurstyggilega einvígi við Sevilla er að það hlýtur að hafa skorið úr um framtíð David de Gea hjá Manchester United. Hún er engin.
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) April 20, 2023
Sá nokkur lið a TM mótinu í dag sem hefðu klárað Man Utd í kvöld!
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) April 20, 2023
Fá lið í heiminum betri í því að vera lélegir en þetta United lið.
— Jóhann Birnir Guðmundsson (@johannbirnir) April 20, 2023
Aldrei gleyma samt, Sevilla er sigursælasta lið EL, ever.
— KonniWaage (@konninn) April 20, 2023
Endilega farðu svo á Twitter og segðu okkur að þú/þið ætlið að gera betur næst, spænska kókosbolla.
Getum við hætt þessari meðvirkni, þetta er einn veikasti hlekkur liðsins og þarf að fara. Set spurningarmerki við ETH ef hann heldur tryggð við þennan trúð.
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) April 20, 2023
Slakasta frammistaða United á tímabilinu. 7:0 tapleikurinn gegn Liverpool var betri en þessi! Eiga ekki breik í Brighton í undanúrslitum bikarsins með svona spilamennsku, hugarfari og trúðaleik.😠
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) April 20, 2023
Sevilla er alltaf Sevilla í Sevilla
— JS el johann (@Eljohann4) April 20, 2023
Bæ 👋🏻 https://t.co/P3iTeDP6Ft
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 20, 2023
Ekki lengi að því https://t.co/oj9BndyBaJ
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 20, 2023
Þeir hljóta að skilja hann eftir á Spáni
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) April 20, 2023
hahahahahaa De Gea svo eru bara til menn sem halda að þetta sé góður markmaður
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) April 20, 2023
De Gea og Harry burt helst í gær.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 20, 2023