Þremur leikjum er lokið í Evrópudeildinni í kvöld. Um var að ræða seinni leiki liða í 8-liða úrslitum.
Jafnt var í einvígi Sevilla og Manchester United eftir 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna á Old Trafford.
Sevilla gerði sér hins vegar lítið fyrir og burstaði Rauðu djöflanna í kvöld. Spánverjar voru mun betri í fyrri hálfleik og var vörn gestanna allt annað en sannfærandi. Eftir slaka sendingu David De Gea á Harry Maguire snemma leiks brást Erik Lamela fljótt við, vann boltann og kom honum á Youssef El-Nesyri sem skoraði. Staðan í hálfleik 1-0.
Snemma í seinni hálfleik kom Loic Bade Seville svo í afar góða stöðu þegar hann skoraði annað mark þeirra. El-Nesyri innsiglaði svo 3-0 sigur Sevilla, 5-2 í einvíginu, með marki eftir önnur mistök David De Gea.
Í Portúgal gerði Sporting 1-1 jafntefli við Juventus. Ítalska liðið fer því áfram eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum. Adrien Rabiot kom Juventus yfir á 9. mínútu en Marcus Edwards jafnaði af vítapunktinum tíu mínútum síðar.
Bayer Leverkusen er þá einnig komið í undanúrslit eftir stórsigur á Union St. Gilloise. Fyrri leik liðanna í Þýskalandi lauk 1-1 en Leverkusen vann 1-4 sigur í kvöld. Moussa Diaby, Michel Bakker, Jeremie Frimpong og Adam Hlozek gerðu mörkin en Casper Terho skoraði mark heimamanna.